KR-ingar sópuðu Þórsurum úr keppni

Ingvi og Beamon voru stigahæstir í lokaleik Þórs. Mynd: thorsport.is

Þórsarar hafa lokið keppni í Dominos-deild karla í körfubolta eftir að liðið var slegið úr leik af ríkjandi Íslandsmeisturum KR í Frostaskjólinu í gærkvöldi.

Þór leiddi leikinn lengstum og voru til að mynda tveimur stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum. Þá settu KR-ingar í fluggír og unnu að lokum tíu stiga sigur, 90-80 og vinna því einvígið 3-0.

Ingvi Rafn Ingvarsson og George Beamon voru stigahæstir í liði Þórs með átján stig hvor. Næstur kom Tryggvi Snær Hlinason með sextán stig en hann tók að auki fjórtán fráköst.

Stigaskor Þórs: Ingvi Rafn Ingvarsson 18, George Beamon 18/10 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 16/14 fráköst, Darrel Lewis 14, Ragnar Helgi Friðriksson 9, Þröstur Leó Jóhannsson 5.

Stigaskor KR: Philip Alawoya 22, Jón Arnór Stefánsson 17, Brynjar Þór Björnsson 15, Þórir Þorbjarnarson 11, Pavel Ermolinskij 10/16 fráköst/10 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 8, Snorri Hrafnkelsson 4, Sigurður Þorvaldsson 3.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó