Origo Akureyri

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis leitar að hlaupurum fyrir Reykjavíkurmaraþonið

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis leitar að hlaupurum fyrir Reykjavíkurmaraþonið

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur skráð sig til leiks sem góðgerðarfélag í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Maraþonið er mikilvægur liður í fjáröflun félagsins ár hvert.

Það geta allir fundið vegalengd við hæfi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Maraþon (42,2 km) og hálfmaraþon (21,1 km) er fyrir vana hlaupara, 10 km hlaup eða ganga fyrir öll getustig og 3 km skemmtiskokk.

„Nú er um að gera að reima á sig hlaupaskóna og skrá sig til leiks! Hverjir eru til í að hlaupa með okkur í ár?“ segir í tilkynningu frá krabbameinsfélaginu.

Hér er hægt að skrá sig: https://www.rmi.is/skraning

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó