Prenthaus

Krágáta á Ketilkaffi í kvöldMynd: Ketilkaffi

Krágáta á Ketilkaffi í kvöld

Ketilkaffi stendur fyrir Krágátu (e.pub-quiz) í kvöld. Leikar hefjast klukkan 20.30 en spurningar verða úr öllum áttum. Fólk velur sig saman í lið við komu, en mest mega fjórir vera saman. Veglegir vinningar í boði fyrir sigurvegarann í formi fljótandi veiga.

Ketilkaffi, kaffihús í Listasafninu á Akureyri, opnaði í byrjun sumars en viðtökurnar hafa verið ótrúlega góðar, að sögn eigenda. Þórunn Edda Magnúsdóttir og Eyþór Gylfason sjá um rekstur á kaffihúsinu og standa fyrir krágátu kvöldsins.
Ef vel tekst til gæti viðburðurinn farið á reglulega dagskrá.

Fyrir nánari upplýsingar um viðburðinn – Smelltu hér

Tengdar fréttir:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó