Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Krambúðir opna á Akureyri – „Verð á fjölmörgum nauðsynjavörum hefur lækkað mikið“

Krambúð

Eins og Akureyringar hafa flestir tekið eftir hafa Krambúðir komið í stað Strax búðanna sem voru hér í bænum. Frétt Kaffið.is um lokun Strax búðarinnar á Byggðavegi vakti töluverð viðbrögð og hafði fólk áhyggjur af því að Krambúðirnar yrðu dýrari en Strax búðirnar sem fyrir stóðu.

Kaffið.is heyrði í Gísla Gíslasyni rekstrarstjóra Samkaup og spurði hann út í málið. Í bæklingi sem dreift var á Akureyri fyrir opnun Krambúðanna á Borgarbraut og Byggðavegi er lýsingin á Krambúð eftirfarandi:

Gísli segir að verð á fjölmörgum nauðsynjavörum hafi lækkað töluvert í Krambúðunum frá því sem var í Strax búðunum. „Má þar nefna mjólkurvörur, grænmeti og ávexti, nautahakk, nautahamborgara, bleiur, hveiti, sykur, smjörlíki, kaffi o.fl.o.fl. Krambúðin leggur mikið upp úr þáttum eins og að vera með gott vöruvali í skyndibita, brauðmeti sem er bakað á staðnum og Take-away- kaffi.“

Ástæður fyrir breytingunum á búðunum er að Samkaup hefur undanfarin ár verið að vinna í uppfærslu á þeim mörgu prófílum sem hafa verið í gangi hjá fyrirtækinu. „Þegar búið er að breyta öllum verslununum Samkaupa, um eða rétt eftir næstu áramót, standa eftir þrír prófílar : Nettó – Kjörbúð og Krambúð,“ segir Gísli að lokum.

 

Sambíó

UMMÆLI