Krefst endurupptöku og segir Sigrúnu vanhæfa

Krefst endurupptöku og segir Sigrúnu vanhæfa

Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan krefst endurupptöku á dómi siðanefndar RÚV sem taldi, eftir kæru Samherja, Helga hafa brotið siðareglur stofnunarinnar. Helgi segir meðal annars að Sigrún Stefánsdóttir, einn siðanefndarmanna, sé vanhæf vegna margvíslegra tengsla við Samherja. Þetta kemur fram í umfjöllun Vísis um málið í dag.

Vísir.is hefur í höndunum bréf sem lögmaður Helga hefur sent og stílað er á Gunnar Þór Pétursson formann siðanefndar Ríkisútvarpsins. Afrit hefur verið sent Stefáni Eiríkssyni Útvarpsstjóra.

Í bréfinu segir meðal annars: „Fyrir liggur að Sigrún hefur frá árinu 2014 starfrækt Vísindaskóla unga fólksins við Háskólann á Akureyri og er jafnframt skólastjóri skólans samkvæmt vefsvæði hans. Samkvæmt sömu heimasíðu er Kærandi einn af styrktaraðilum skólans sem Sigrún stýrir og starfrækir. Þá er Sigrún jafnframt stjórnarmaður í fjölmiðlafyrirtækinu N4 ehf á Akureyri sem er að hluta til í óbeinni eigu Samherja í gegnum Fjárfestingarfélagið Vör og Síldarvinnsluna.“

Ítarlega umfjöllun um málið er að finna á vef Vísis með því að smella hér.

UMMÆLI