beint flug til Færeyja

Kristján Kristjánsson nýr framkvæmdastjóri ÍNN

Kristján Kristjánsson

Kristján Kristjánsson

Akureyringurinn Kristján Kristjánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN. Hann mun sinna daglegum rekstri stöðvarinnar. Kristján hefur unnið við sjónvarps- og kvikmyndagerð í fjöldamörg ár. Hann er menntaður leikstjóri og er að ljúka meistaranámi í forystu og stjórnun. Kristján hefur nú þegar hafið störf hjá ÍNN en hann er að láta af störfum sem markaðs-og kynningarstjóri hjá Sögum útgáfufyrirtæki.

Kristján átti stóran þátt í þeirri uppbyggingu sem varð hjá N4 á sínum tíma og þekkir því umhverfið sem ÍNN starfar í mjög vel. Hann var þar framleiðslu- og framkvæmdastjóri til fjölda ára.

Kaffið heyrði í Kristjáni og fékk að heyra hvernig þetta nýja starf lagðist í hann. ,,Mér finnst þetta mjög spennandi og krefjandi tækifæri. Stöðin er 10 ára gömul á næsta ári og Ingvi Hrafn á mikið hrós skilið fyrir að koma stöðinni svo langt. Eins og hjá öllum fyrirtækjum þá er það starfsfólkið sem er mikils virði og ég trúi því að með því góða starfsfólki sem nú starfar hjá stöðinni sé hægt að gera flotta hluti.“

En hvernig kom þetta til? ,,Eins og oft í lífinu þá leiðir eitt af öðru og það var ekkert öðruvísi í þessu tilfelli. Það hófust samræður á einum stað og enduðu á öðrum og skyndilega var ég kominn um borð.“

Kristján segir að engin kúvending verði á stöðinni. ,,Við höfum sett okkur það markmið að verða betri í dag en í gær og ég tel að það sé uppbyggilegur leiðarvísir fyrir næstu mánuði.“

Við á Kaffinu óskum Kristjáni til hamingju með nýja starfið.

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó