Kristján Sigurólason nýr aðstoðarþjálfari Magna

Kristján Sigurólason

Kristján Sigurólason

Kristján Sigurólason hefur verið ráðinn nýr aðstoðarþjálfari Magna á Grenivík. Kristján hefur spilað með liðinu undanfarin ár við góðan orðstír. Hann mun áfram spila stórt hlutverk sem leikmaður liðsins ásamt því að aðstoða Pál Viðar Gíslason við þjálfun í 2. deildinni og önnur verkefni Íþróttafélagsins Magna.

Kristján er líkt og föður sinn kenndur við nafnið Moli en faðir hans Siguróli Kristjánsson hefur getið sér gott orð á Akureyri fyrir þjálfun. Hann hætti í haust að þjálfa kvennalið Þór/KA eftir rúman áratug í starfi og glæsilegan árangur.

Sjá einnig: Moli hættur með Þór/KA

Gísli Gunnar Oddgeirsson framkvæmdarstjóri Magna segir Magnamenn mjög svo ánægða með þessa ráðningu á Mola litla og bjóða hann velkominn til starfa á Grenivík.

UMMÆLI

Sambíó