Kristjánbakarí hækkar vöruverð um 6,2%

Kristjánbakarí hækkar vöruverð um 6,2%

Kristjánsbakarí mun hækka verð á öllum framleiðsluvörum um 6,2% þann 1. maí n.k. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem Kaffid.is fékk senda. Þar segir að hækkunin sé til komin vegna fjölda þátta og þá helst vegna aukins hráefniskostnaðar. Auk þess hafi launahækkanir og gengisbreytingar áhrif.

„Hækkunin er til komin vegna hækkana á hráefnum, sem vegur þungt þar sem verð á hveiti hefur hækkað um 30% vegna uppskerubrests. Launahækkanir, gengisbreytingar, hækkanir frá birgjum og flutningskostnaður hafa einnig falið í sér mikinn kostnaðarauka,“ segir í tilkynningunni.

Lítið svigrúm til að mæta auknum kostnaði

Arnar Pálsson, rekstrarstjóri Kristjánsbakarís, skrifar undir tilkynninguna og segir lítið svigrúm til þess að mæta þessum kostnaðarauka. Hráefni, launakostnaður og aðkeypt þjónusta er stór liður í starfsemi fyrirtækisins og því séu lausnir við þessum hækkunum takmarkaðar.

„Síðustu ár höfum við unnið hörðum höndum að því að vera samkeppnishæf á okkar sviði og geta veitt fyrsta flokks vörur og þjónustu á hagstæðu verði. Okkar markmið er að svo verði áfram,“ segir Arnar.

TENGDAR FRÉTTIR


UMMÆLI

Sambíó