Kristnesspítali 95 ára í dag

Kristnesspítali 95 ára í dag

Kristnesspítali er 95 ára í dag. Í tilefni af afmælinu verður fáni dreginn að húni og sjúklingum og starfsfólki Kristnesspítala boðið upp á köku. Á vef Sjúkrahússins á Akureyri segir:

Kristnesspítali á sér langa sögu. Upphaflega urðu berklarnir til þess að konur í Hjúkrunarfélaginu Hjálpinni í Saurbæjarhreppi beittu sér fyrir söfnun til byggingar heilsuhælis. Hornsteinn að Kristneshæli var lagður 25. maí 1926 og hælið vígt 1. nóvember ári síðar.

Í dag er starfrækt 7 daga deild á 5. hæð Kristnesspítala, 5 daga eining á 3. og 4. hæð auk dagspítalaþjónustu innan öldrunar- og endurhæfingalækninga. Þjónustan er þverfagleg og lögð er áhersla á að meta heilsufar og færni sjúklinga, sjálfbjargargetu og þörf fyrir hjálpartæki. Farið er í heimilsathuganir og hugað að þörf fyrir þjónustu eftir útskrift. Áhersla er á heilbrigðishvatningu, markmiðssetningu, meðferð, fræðslu og leiðsögn til sjúklinga og aðstandenda. Haldnir eru fjölskyldufundir og markvisst unnið með þjónustuaðilum utan SAk. Kjarni starfsins er þverfagleg teymisvinna sem byggir á samvinnu sjúklings, fjölskyldu og meðferðaraðila. Á Kristnesspítala fer fram einstaklingsmiðuð þjálfun í tækjasal, starfræktir eru göngu- og vatnsleikfimihópar, hjólahópar auk léttleikfimi og háls- og herðaleikfimi. Boðið er upp á hópmeðferð fyrir fólk með langvinna verki, ofþyngd, lungnasjúkdóma og í kjölfar krabbameinsmeðferða þar sem áhersla er á heildstæða nálgun og fræðslu. Þverfaglegt ökumatsteymi er starfrækt á Kristnesspítala auk göngudeildar endurhæfingalækninga.

Sambíó

UMMÆLI