Krotað á veggi Akureyrarkirkju í skjóli nætur

Svona var aðkoman að Akureyrarkirkju í morgun en séra Svavar Alfreð Jónsson, prestur  í Akureyrarkirkju, birti þessar myndir á Facebook síðu sinni rétt í þessu. Svavar tekur fram að í kirkjunni eigi að fara fram útför í dag. Svo virðist sem skemmdarvargarnir hafi spreyjað á veggi kirkjunnar í nótt en krotað hafði verið á marga staði.

Uppfært:
Samkvæmt heimildum Kaffisins hafði líka verið krotað á veggi þriggja annarra kirkna á Akureyri, Glerárkirkju, Kaþólsku kirkjunnar, og Hvítasunnukirkjunnar.

Krotað hefur verið á veggi kirkjunnar á mörgum stöðum

Krotað hefur verið á veggi kirkjunnar á mörgum stöðum

-


UMMÆLI