Kvartett Ludvig Kára gefur út djassplötu

Kvartett Ludvig Kára gefur út djassplötu

Kvartett Ludvig Kára Forberg gaf á dögunum út plötuna Rákir, platan er aðgengileg á Spotify og hægt er að hlusta á hana í spilaranum hér að neðan. Diskurinn er einnig fáanlegur í helstu hljómplötu og geisladiskaverslunum landsins.

Ludvig Kári leikur á víbrafón og píanó á plötunni en auk hans leika Phil Doyle, á saxófón, Einar Scheving á trommur og Stefán Ingólfsson á bassa.

Rákir var tekin upp í Hofi, Akureyri og upptökumaður var Haukur Pálmason.

Á vef Akureyri.net má lesa gagnrýni Sverris Páls Erlendssonar en í spilaranum hér að neðan getur þú rennt plötunni í gegn.

Sambíó

UMMÆLI