Kvennalandslið Íslands í fótbolta og íshokkí kepptu í krullu

Það var stemning í Skautahöll Akureyrar í gær

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu og íshokkí eru bæði stödd á Akureyri í æfingabúðum.

Íshokkíliðið mun taka þátt í Heimsmeistaramótinu sem  fer fram á Akureyri dagana  27.febrúar-5.mars næstkomandi. Stelpurnar í knattspyrnulandsliðinu eru á fullu í undirbúningi fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Hollandi næsta sumar.

Sjá einnig: Íslenska kvennalandsliðið vakti lukku í Boganum

Í gær mættust þessi lið í Krullu í Skautahöllinni á Akureyri. Krullukeppnin var ætluð til gamans og til að hrista hópana saman fyrir komandi átök og ekki er verra að því fylgi smá keppni. Bæði lið unnu leiki og á Facebook síðu íshokkíliðsins er sagt að lokaniðurstaðan skipti engu máli. Þar má einnig sjá myndir frá þessari skemmtilegu keppni. Hægt er að skoða þær hér.

 

VG

UMMÆLI

Sambíó