Kviknaði í rútubíl við Fjölnisgötu

Kviknaði í rútubíl við Fjölnisgötu

Eldur kom upp í rútubifreið í Fjölnisgötu á Akureyri upp úr klukkan 18 í dag. Mikill reykur kom frá bílnum sem stóð í ljósum logum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan.

Slökkvilið Akureyrar var kallað á svæðið og gekk greiðlega að slökkva eldinn en litlu munaði að eldurinn næði að berast yfir í iðnaðarbilið sem rútan stóð við.

Eldurinn olli skemmdum á iðnaðarhúsnæðinu og nærliggjandi bílum en rútan sem kviknaði í er ónýt.

Fréttin hefur verið uppfærð

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó