Kvöldið sem Akureyringar komast í jólaskap

Kvöldið sem Akureyringar komast í jólaskap

„Við ætlum að bjóða upp á allan skalann – allt frá kósýstund með kertaljósum og lopasokkum, til þess að fólk standi upp og öskur syngi uppáhalds jólalögin sín,“ segir Jónína Björt Gunnarsdóttir um jólatónleikana Jólaljós og lopasokkar sem verða föstudaginn 2. desember í Hofi á Akureyri. „Þetta verður kvöldið sem Akureyringar komast í jólaskap.“

Með Jónínu á sviðinu þetta kvöld verður rúmlega 20 manna hópur. „Óskar Pétursson og Ívar Helgason verður gestasöngvarar, sönghópurinn Rok verður þarna ásamt dönsurum og fimm manna hljómsveit,“ segir Jónína en hljómsveitina skipa þeir Daníel Þorsteinsson og Guðjón Jónsson á píanó, Stefán Gunnarsson á bassa, Valgarður Óli Ómarsson á trommur, Daníel Andri Eggertsson á gítar og Valmar Valjaots á fiðlu.

Listafólkið á sviðinu í Hofi þetta kvöld er að allt búsett á Akureyri eða í nærsveitum eða hefur sterka tengingu til staðarins. „Við vildum kalla saman fólk hérna af svæðinu til að búa til upplifun fyrir fólkið á svæðinu. Það er alltaf öðruvísi upplifun þegar þú ert gera eitthvað svona fyrir fólkið þitt. Þú finnur meira fyrir áhorfendunum og áhorfendur tengja meira við fólkið á sviðinu. Það er einstök upplifun,“ segir Jónína.

Enn er hægt að fá miða á tónleikana á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar, mak.is

Sambíó

UMMÆLI