Kynning á keppendum í dessert keppni Arctic Challenge – Karolína Helenudóttir

Kynning á keppendum í dessert keppni Arctic Challenge – Karolína Helenudóttir

Næsta laugardag, 1.október, mun Arctic Challenge í samstarfi við Ekruna halda dessert keppni í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Keppendur verða kynntir til leiks hér á Kaffið.is. Karolína Helenudóttir svarar spurningum í dag.

Karolína Helenudóttir

Færð þú þér einhvertíman eftirrétt í forrétt?

– Nei ég fæ mér aldrei eftirrétt í forrétt. Eins mikið og ég elska eftirrétti, þá eru þeir bara svo miklu betri eftir ljúffenga máltíð til að toppa allt.

Ef þú mættir einungis borða einn eftirrétt alla þína ævi?

– Sennilega crème brûlée með ferskum berjum til hliðar, það er fátt betra þar sem ég elska vanillu!

Hvaða af eftirfarandi er uppáhalds súkkulaðið þitt – Mjólkur súkkulaði, dökkt súkkulaði eða hvítt súkkulaði?

– Bakað hvítt súkkulaði þykir mér reyndar lang best, þá koma fram yndislegir karamellu tónar.


Dessert keppnin er opin fyrir almenning og verða allir keppnis-eftirréttir til sýnis eftir keppnina.

Arctic Challenge eru félagssamtök gerð til þess að efla hugvit og ástríðu veitingamanna á Norðurlandi. Tilgangurinn er að búa til grundvöll fyrir samkeppni sem sameinar ástríðu og fagmennsku allra veitingastaða Akureyrar og einnig til að þétta veitingageirann á Akureyri saman.

Þann 10.janúar 2022 var keppnin Arctic Challenge haldin í fyrsta skipti á Strikið Restaurant. Sextán efnilegir keppendur kepptu þá í tveimur greinum keppninnar, Arctic Chef og Arctic Mixologist.

Sambíó

UMMÆLI