Kynning á Refilsaumuðu klæðunum í GrenjaðarstaðakirkjuGrenjaðarstaðarkirkja. Ljósmynd: Minjastofnun Íslands

Kynning á Refilsaumuðu klæðunum í Grenjaðarstaðakirkju

Klukkan 20:00, mánudaginn 22. apríl næstkomandi, verður þjóðfræðingurinn Lilja Árnadóttir með kynningu á Refilsaumuðu klæðunum í Grenjaðarstaðarkirkju í Þingeyjarsveit. Frítt verður inn á viðburðinn á meðan húsrúm leyfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Menningarmiðstöð Þingeyinga, þar sem einnig segir:

„[Refilsaumuðu klæðin eru] hin skrautlegu tjöld sem teljast til elstu og merkustu íslensku listaverka sem varðveist hafa og á meðal þeirra verðmætustu eru Marteinsklæðið frá Grenjaðarstað í Aðaldal og Maríuklæðið úr Reykjahlíð í Mývatnssveit.“

„Lilja Árnadóttir er þjóðfræðingur að mennt og starfaði í áratugi sem sviðstjóri munadeildar hjá Þjóðminjasafni Íslands. Lilja hefur einstaka þekkingu á refilsaumi og handverki íslenskra kvenna á miðöldum og ritstýrði nýútkominni bók Elsu E. Guðjónsson „Með verkum handanna, íslenskur refilsaumur fyrri alda“ sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2023.“

„Á Þjóðminjasafni Íslands stendur nú yfir sýning á öllum fimmtán íslensku refilsaumsklæðunum sem varðveist hafa. Flest eru þau frá miðöldum, nokkur þó yngri, en sex þeirra fengust að láni frá erlendum söfnum, þ. á m. Louvre í París. Sýningin stendur til 5. maí nk.“

UMMÆLI

Sambíó