Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri á fimm tungumálum

Kynningarmyndbönd um grunnskólakerfið á Akureyri á fimm tungumálum

Gert hefur verið kynningarmyndband um grunnskólakerfið á Akureyri og það textað á fjórum tungumálum auk íslensku, það er á enskupólsku, spænsku og rússnesku.

Hægt er að skoða hverja útgáfu fyrir sig með því að smella á viðeigandi tungumál hér að ofan en myndbandið með ólíkum skjátextum er einnig að finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

„Vonast er til að myndbandið með ólíkum skjátextum gagnist vel við að kynna grunnskólakerfi Akureyrarbæjar og stuðli að góðri móttöku erlendra nemenda og foreldra þeirra. Stefnt er að því að bæta við útgáfum á fleiri tungumálum á næstu árum,“ segir í tilkynningu á vef bæjarins.

UMMÆLI

Sambíó