Læknum fjölgar við Heilsugæsluna á Akureyri

ovidunandi_stada_helbri_2Heilbrigðisstofnun Norðurlands tilkynnti á heimasíðu sinni í dag að læknum hafi fjölgað á Heilsugæslunni á Akureyri. Íbúar hafi nú möguleika á því að skrá sig hjá fjórum nýjum heimilislæknum.

Jón Torfi Halldórsson yfirlæknir Heilsugæslunnar á Akureyri var að vonum ánægður með nýráðningu læknanna og auknum áhuga meðal lækna að starfa við Heilsugæsluna á Akureyri:

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að geta boðið upp á sérnám í heimilislækningum á Akureyri og við Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Það ber að þakka auknum skilningi og stuðningi ráðuneytis heilbrigðismála við hugmyndir okkar um eflingu sérnáms í heimilslækningum á Akureyri og landsbygðinni almennt.“

Sambíó

UMMÆLI