NTC netdagar

Landssamráðsfundur gegn ofbeldi

Landssamráðsfundur gegn ofbeldi

Landssamráðsfundur er ein þeirra aðgerða sem finna má í áætlun um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Fundurinn er haldinn af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu en Ríkislögreglustjóri sér um skipulagningu og framkvæmd.

Markmiðið með fundinum er að gefa fulltrúum ríkis, sveitarfélaga, frjálsra félagasamtaka, rannsóknastofnana, og annarra sem láta sig þessi mál varða, tækifæri til að bera saman bækur sínar, kynna nýjungar, niðurstöður rannsókna og koma á framfæri tillögum til úrbóta með það að markmiði að draga úr og koma í veg fyrir ofbeldi.

Landssamráðsfundurinn 2022 fer fram á Grand hótel miðvikudaginn 9. nóvember. Þá verður streymt frá fundinum í Hátíðarsal Háskólans á Akureyri ásamt því sem vinnustofur fara fram í Háskólanum á Akureyri og á Selfossi.

Nánar má lesa um fundinn á vef Háskólans á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI