Landsþing ungmennahúsa fór fram á Akureyri

Mynd: akureyri.is

Landsþing ungmennahúsa fór fram á Akureyri á dögunum. Landsþingið er einn af árlegum viðburðum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi og í ár fór það fram í Ungmennahúsinu í Rósenborg á Akureyri.

Markmið með landsþingi ungmennahúsa er m.a. að starfsfólk og þátttakendur í starfinu hittist, tengist, skiptist á skoðunum og læri hvert af öðru.

Ljóst var á bæði starfsfólki og ungmennum að kjarna þurfi betur stöðu og hlutverk ungmennahúsa. Starfsemi ungmennahúsa er fjölbreytt og víðfeðm og mikilvægt er að tryggja rekstargrundvöll þeirra á landsvísu.

Þetta árið voru saman komin ungmenni frá 8 ungmennahúsum alls staðar að af landinu ásamt starfsfólki. Á Íslandi eru starfrækt 9 ungmennahús sem hafa það hlutverk að veita ungu fólki, 16 ára og eldra, þjónustu, sinna athafnaþörf þess, bæði menningu og listum, sem og að veita ráðgjöf og stuðning.

Ungmennahúsið á Akureyri er á efstu hæð Rósenborgar. Þar er boðið upp á innihaldsríka og uppbyggilega starfsemi á sviðið menningar, lista, fræðslu og tómstund. Starfsfólk Ungmennahússins hjálpar ungu fólki að koma góðum hugmyndum í framkvæmd og veitir aðstöðu fyrir starfsemina.

Sambíó

UMMÆLI