NTC

Langar þig að verða ósýnileg/ur

Langar þig að verða ósýnileg/ur

Búið er að opna fyrir ÞOKUVÉLINA í Hofi, í henni getur maður prófað að verða ósýnilegur. Já ósýnilegur! Þokuvélin er „green-screen“ klefi sem hægt er að stíga inn í, setja á sig t.d.  þartilgerðan hanska og kviss bang höndin verður ósýnileg.  það er auðvitað kjörið tækifæri til að fanga þetta einstaka augnablik á mynd. ÞOKUVÉLIN er sett upp í tilefni af frumsýningu Leikfélags Akureyrar á nýju fjölskylduleikriti, Núnó og Júnía, en Júnía önnur aðalpersónan er ósýnileg í leikritinu.

Núnó og Júnía er fjölskylduleikrit þar sem tekið er á vanda barna og unglinga í nútímasamfélagi á léttum nótum. Verkið er stútfullt af brellum en Júnía, önnur aðal sögupersónan, er ósýnileg!

Leikritið gerist í Kaldóníu en þar er plága sem er kölluð ÞOKAN. Hún  gerir einhvern líkamshluta fólks ósýnilegan. Oftast nær verður fólk ósýnilegra og ósýnilegra þar til það verður ósýnilegt með öllu. Líkamshlutinn hverfur ekki, hann verður bara ósýnilegur. ÞOKAN er talin vera smitandi og því best að halda sig fjarri þeim sem smitast og koma þeim fyrir í órafjarlægð. Enn hefur ekki fundist lækning við ÞOKUNNI, en vísindamenn Kaldóníu  telja að hún leggist aðeins á þá sem skortir metnað og getu.

Núnó og Júnía er skrifað af Söru Martí Guðmundsdóttir og Sigrúnu Huld Skúladóttur, Þær eru Akureyringum/Norðlendingum vel kunnugar þar sem  þær skrifuðu leikgerð Pílu pínu sem sló í gegn á síðast ári. Sara og Bjarni hafa unnið saman áður fyrir Leikfélag Akureyrar en þau komu bæði að leikritinu Lífið notkunarreglur sem var sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar á sínum tíma og naut mikilla vinsælda.

Sambíó

UMMÆLI