Langþráður sigur KA í Fossvoginum

Vedran Turkalj skoraði sigurmark KA

KA menn mættu Víkingum frá Reykjavík í 16. umferð Pepsi deildar karla í Fossvoginum í kvöld. KA hafði fyrir leikinn ekki unnið í fjórum leikjum. Sigur í leiknum myndi koma KA í ansi þægilega stöðu burt frá fallsvæðinu.

Heimamenn í Víking byrjuðu leikinn betur en það voru KA menn sem náðu forystunni í leiknum á 12. mínútu. Varnarmaðurinn stóri og stæðilegi Vedran Turkalj skoraði eftir að Ásgeir Sigurgeirsson skallaði fyrir hann boltann í teignum.

Vladimir Tufegdzic leikmaður Víkings fékk rautt spjald á 31. mínútu leiksins fyrir ljótt brot á Callum Williams varnarmanni KA.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og gríðarlega sætur sigur KA staðreynd. Með sigrinum fara KA upp í 7. sæti með 21 stig, einu stigi á eftir Víkingi í 6. sætinu. Næsti leikur KA er gegn Víking Ólafsvík eftir viku á Akureyrarvelli.

Sambíó

UMMÆLI