Laun starfsfólks hjá sveitarfélögum hækka 1,4% frá áramótum

Mynd: visitakureyri.is

Laun félagsmanna í aðildarfélögum SGS sem starfa hjá sveitarfélögum munu hækka um að 1,4 prósent frá síðustu áramótum (1. janúar 2018) vegna samkomulags um að launaþróun opinberra starfsmanna verði ekki lakari en á almennum vinnumarkaði. Reglulega er skoðað hvort bæta þurfi opinberu starfsfólki upp launaþróun á almennum markaði og þetta var niðurstaðan að þessu sinni.

Samkomulagið um launaþróun er gert á grunni rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins frá október 2015. Aðild að samkomulaginu eiga íslenska ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Alþýðusamband Íslands, BSRB og Samtök atvinnulífsins.

Horft er til þróunar launa á almenna markaðinum annars vegar og hjá þeim félagsmönnum sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum hins vegar á tímabilinu nóvember 2013 til nóvember 2017, en starfsfólk ríkisins innan aðildarfélaga SGS hafa fengið sams konar uppbót.

Ný launatafla með 1,4% hækkun á alla flokka verður birt á næstu dögum.

Sambíó

UMMÆLI