Múlaberg

Leikfélag MA bætir við aukasýningu á Anný

Um þessar mundir sýnir Leikfélag Menntaskólans á Akureyri uppsetningu á söngleiknum Anný í Samkomuhúsinu.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri hefur undanfarin ár sett upp metnaðarfullar leiksýningar sem hafa slegið hvert aðsóknarmetið á fætur öðru.

Hátt í 90 nemendurskólans koma að sýningunni að einhverju leyti. Leikstjórinn, Hera Fjord, er eini listræni stjórnandi sýningarinnar sem er ekki nemandi skólans.

Vegna mikillar eftirspurnar á sýninguna hefur verið ákveðið að bæta við aukasýningu en upprunalega voru einungis 8 sýningar.

Aukasýningin verður sunnudaginn 23. apríl klukkan 16.

UMMÆLI

Sambíó