Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir Heathers

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir Heathers

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri, LMA, mun setja upp söngleikinn Heathers í mars. Sýningar verða í Hofi 11. til 13. mars.

Heathers er söngleikur byggður á samnefndri kvikmynd frá árinu 1989. Verkið er svört kómedía sem á sér stað í hefðbundnum menntaskóla í Bandaríkjunum og fjallar um ungu stúlkuna Veróniku Sawyer. Þegar Verónika vingast við Heiðarnar sem eru vinsælasta og andstyggilegasta klíka skólans kynnist hún lífi vinsælda. Hún stefnir hátt í fæðukeðju skólans en áður en hún rís á toppinn kynnist hún hinni dularfullu og heillandi Jasmín Dean. Þegar Heiðarnar sparka henni úr hópnum hyggist hún sleikja þær upp en Jasmín hefur önnur aðeins banvænni plön.

Leikfélag Menntaskólans hefur verið þekkt fyrir metnaðarfullar leiksýningar í fjölda ára. Í ár koma hátt í 70 nemendur Menntaskólans á Akureyri að verkinu, hvort sem það er með leik, dansi eða tónlist, markaðssetningu, búninga – og leikmyndahönnun eða hárgreiðslu og förðun. Sýningin hentar ekki ungum börnum. 

Miðasala fer fram á Mak.is.

VG

UMMÆLI