Leikfélag Menntaskólans sýnir Inn í skóginn

Leikfélag Menntaskólans sýnir Inn í skóginn

Leikfélags Menntaskólans á Akureyri frumsýnir sýninguna Inn í skóginn þann 6. mars næstkomandi. Þetta verður 71. árlega sýning Leikfélagsins.

Inn í skóginn er söngleikur og er nokkurs konar sambland margra þekktra ævintýra. 

Inn í Skóginn eða Into the Woods var upprunalega sýnt á Broadway og vann í framhaldi af því 3 Tony-verðlaun. Þar á meðal fyrir handritið sem samið var af James Lapine og tónlistina sem var samin af Stephen Sondheim.

Sýningunni er leikstýrt af Völu Fannell sem leikstýrði m.a. Konungi ljónanna, sýningu LMA árið 2016. Tónlist er flutt á sviði af stórsveit skipaðri nemendum skólans, en alls koma um 90 nemendur að sýningunni með ýmsum hætti, hvort sem það er í leikmynd, markaðssetningu, hár og förðun, búningahönnun eða á sviði. Nemendurnir hafa unnið hörðum höndum að þessari stórkostlegu sýningu síðustu mánuði og bíða spennt eftir því að sýna þetta stórkostlega verk í Hofi þann 6. mars. 

Miðasala er hafin á mak.is og tix.is og verða 5 sýningar með frumsýningu sem enn eru lausir miðar á.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó