NTC

Leikmaður KA dæmdur í þriggja leikja bann

Aleksandar Trninic í þriggja leikja bann.

Aleksandar Trninic, leikmaður KA í fótbolta, hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik gegn Gróttu á dögunum.

KA vann 2-1 sigur á Gróttu í Lengjubikarnum um síðustu helgi en Trninic fékk að líta rauða spjaldið þrem mínútum fyrir leikslok, þegar hann veittist harkalega að einum leikmanni Gróttu.

Egill Arnar Sigurþórsson dæmdi leikinn og ljóst að hann hefur skrifað sérstaklega um atvikið í skýrslu sína eftir leikinn og var Trninic í kjölfarið dæmdur í þriggja leikja bann.

Leikbannið þýðir að Trninic kemur ekki meira við sögu í Lengjubikarnum í ár, nema KA komist áfram úr riðlinum og í 8-liða úrslit.

Sambíó

UMMÆLI