Leikmaður Magna fer á kostum við að auglýsa leik liðsins – Myndband

Andrés Vilhjálmsson fer með leiksigur

Knattspyrnulið Magna á Grenivík fer nýstárlega leið í að auglýsa heimaleiki sína í sumar en leikmenn liðsins hafa lagt mikið í myndbandagerð þar sem leikmennirnir sjálfir eru í aðalhlutverki.

Óhætt er að segja að þúsundþjalasmiðurinn Andrés Vilhjálmsson fari algjörlega á kostum í nýjasta myndbandinu sem er ætlað að minna á leik Magna og Aftureldingar í 2.deildinni sem fram fer á Grenivíkurvelli á morgun klukkan 16.

Um er að ræða mikilvægan leik en Magnamenn sitja í 3.sæti deildarinnar með einu stigi minna en topplið Njarðvíkur. Afturelding er í 5.sæti.

Myndbandið magnaða má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó