Prenthaus

Leikmenn halda áfram að skrifa undir hjá handboltaliðunum

Birkir og Brynjar skrifa undir hjá Akureyri

Eftir samstarfsslit Þórs og KA í handboltanum hafa liðin verið dugleg að tryggja sér undirskriftir leikmanna. Stefán Árnason hefur verið ráðinn þjálfari KA næstu tvö árin. Þeir Sigþór Árni Heimisson, Daði Jónsson, Heimir Pálsson og Aron Tjörvi Gunnlaugsson höfðu nú þegar skrifað undir samninga um að spila með KA á næsta ári. Nú hafa 5 leikmenn bæst í þennan hóp.

Dagur Gautason, Jónatan Marteinn Jónsson, Ásgeir Kristjánsson og Jón Heiðar Sigurðsson skrifuðu í gær undir sína fyrstu samninga við KA. Þetta eru ungir og  efnilegir leikmenn og eru allir í þriðja flokki félagsins. Í dag skrifaði svo Bjarki Símonarson markvörður sem spilaði með Hömrunum á síðustu leiktíð undir samning við liðið.

Akureyri hafði þegar tryggt sér undirskrift Hafþórs Más Vignisson, Arnþórs Gylfa Finnsson og Arnórs Þorra Þorsteinsson. Í dag skrifuðu þeir Brynjar Hólm Grétarsson og Birkir Guðlaugsson undir nýja samninga við liðið.

Brynjar Hólm Grétarsson er 23 ára skytta og á liðnu tímabili kom hann við sögu í 17 leikjum og skoraði í þeim 51 mark. Birkir Guðlaugsson 22 ára hornamaður og hann spilaði 7 leiki með liðinu í vetur.

Sjá einnig: 

Arnór, Arnþór og Hafþór verða með Akureyri

Þrír ungir leikmenn bætast við hópinn hjá KA

Sigþór Árni Heimisson í KA

UMMÆLI

Sambíó