beint flug til Færeyja

Leikskóladeild á Iðavelli lokað vegna þriggja Covid-19 smitaIðavöllur. Mynd: Bjarki Brynjólfsson.

Leikskóladeild á Iðavelli lokað vegna þriggja Covid-19 smita

Þrjú börn á einni deild leikskólans Iðavallar á Akureyri hafa greinst með Covid-19. Deildinni hefur því verið lokað út þessa viku og börn og starfsfólk á deildinni fara í sóttkví. Enginn starfsmaður hefur greinst smitaður. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar í dag.

„Smitið ætti að hafa lítil áhrif á starfsemi annarra deilda leikskólans Iðavallar. Hins vegar þurfa allir foreldrar, börn og starfsmenn leikskólans að sýna smitgát, nota grímur og spritt, svo forðast megi frekari útbreiðslu smitsins,“ segir í tilkynningu bæjarins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó