Leita að húsnæði fyrir nýja Vínbúð á Akureyri

Leita að húsnæði fyrir nýja Vínbúð á Akureyri

Ríkiskaup hafa auglýst eftir 600 til 800 fermetra húsnæði fyrir nýja Vínbúð á Akureyri. Vínbúðin á Akureyri hefur staðið við Hólabraut 16 í yfir 60 ár frá því í maí 1961 þegar Áfengisverslun ríkisins keypti húsnæðið af sælgætisgerðinni Lindu.

Nú er húsnæðið komið að þolmörkum og ÁTVR vill færa sig í nýtt húsnæði. Í auglýsingunni eru kröfur gerðar á að húsnæðið þurfi að vera á skilgreindu miðsvæði eða verslunar- og þjónustusvæði. Það liggi vel að almenningssamgöngum, hjólandi og gangandi umferð og bílastæði fyrir 50 til 60 bíla.

ÁTVR hefur áður leitað að nýju húsnæði fyrir Vínbúð bæjarins. Síðast árið 2009 en þá var ákveðið að hafna öllum tilboðum sem bárust.

UMMÆLI

Sambíó