Prenthaus

Lemon opnar í næstu viku


Veitingastaðurinn Lemon mun opna á Akureyri miðvikudaginn 17. maí klukkan 09:30. Það eru þau Jóhann Stefánsson og Katrín Ósk Ómarsdóttir sem standa á bakvið opnun staðarins.

Fyrsti Lemon staðurinn á Íslandi opnaði í mars árið 2013 á Suðurlandsbraut 4 en síðan þá hafa fjórir bæst í hópinn. Á Laugarvegi, í Hafnarfirði, í Reykjanesbæ og í París.

Lemon er skyndibitastaður sem sérhæfir sig í samlokum og ferskum djúsum og mun opna við Glerárgötu.

UMMÆLI

Sambíó