Prenthaus

Lengra Listasumar 2022Skapandi götuleikhús á Listasumri 2021. Mynd: Kristrún Hrafnsdóttir.

Lengra Listasumar 2022

Listasumar 2022 nær yfir lengra tímabil en verið hefur síðustu tvö árin. Það verður sett 11. júní og mun standa til 23. júlí.

Akureyrarbær leitar nú að áhugaverðum hugmyndum að listasmiðjum og viðburðum fyrir hátíðina. Í boði eru fimm verkefnastyrkir á fyrirfram ákveðnum dögum og stöðum. Einnig eru þrír styrkir fyrir tveggja daga og þrír styrkir fyrir þriggja daga listasmiðjur fyrir börn og fullorðna.

Allar upplýsingar um þá styrki sem eru í boði eru á heimasíðu Listasumars. Umsóknareyðublöð er að finna undir umsóknir á þjónustugátt Akureyrarbæjar HÉR.

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar.

Samstarfsaðilar styrktarsjóðs Listasumars eru: Listasafnið á Akureyri, Menningarhúsið Hof, Minjasafnið á Akureyri, Gilfélagið, Rósenborg og Geimstofan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó