Líður vel á AkureyriMynd: KA/Þór

Líður vel á Akureyri

Handboltakonan Rut Jónsdóttir sópaði að sér verðlaunum á verðlaunahátíð HSÍ í dag. Rut var frábær með Íslandsmeisturum KA/Þór á nýafstöðnu Íslandsmóti.

Rut var valin besti leikmaður Olís-deildarinnar og besti sóknarmaðurinn. Þá var hún valin best af þjálfurum í deildinni. Rut spjallaði við mbl.is eftir verðlaunaafhendinguna og var eðlilega kát.

„Við erum mörg frá Ak­ur­eyri sem vor­um verðlaunuð og ótrú­lega gam­an að vera hluti af þessu. Þetta er mjög sætt eft­ir frá­bært tíma­bil. Ég er mjög ánægð og stolt af þessu enda er skemmti­legt að fá viður­kenn­ingu fyr­ir eitt­hvað sem maður legg­ur mik­inn tíma í,“ segir Rut á mbl.is.

Rut flutti heim til Íslands fyrir veturinn eftir mörg ár í Danmörku. Hún segist vera rosaánægð með þá ákvörðun en unnusti hennar, Ólafur Gústafsson, spilar handbolta með karlaliði KA.

„Þetta er frá­brugðið því sem við höf­um kynnst áður en svo lengi sem við höf­um gam­an að bolt­an­um og fjöl­skyld­unni líður vel þá er þetta frá­bært. Við verðum áfram á Ak­ur­eyri næsta vet­ur. Það er frá­gengið en eft­ir það vit­um við ekki hvað við ger­um. Okk­ur líður vel á Ak­ur­eyri en þegar maður er með barn þá hugs­ar maður um fleira en sjálf­an sig.“

Ítarlegt viðtal við Rut má finna á vef mbl.is með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI