Líkfundur í Selvogsfjöru – Lögregla telur að um Birnu sé að ræða

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann lík í Selvogsfjöru um miðjan dag í dag. Lögregla telur að um Birnu Brjánsdóttur sé að ræða en hún hvarf aðfararnótt laugardags fyrir viku síðan. Dánarosök liggur ekki fyrir en bráðabirgðaniðurstaða ætti að liggja fyrir á næstu dögum samkvæmt lögreglu. Talið er að líkið hafi rekið í fjöru af sjó.

Grænlensku skipverjarnir tveir eru grunaðir um að hafa ráðið Birnu bana en blóð fannst í bifreið sem þeir höfðu á leigu. Þeir eru nú í einangrun á Litla Hrauni en játning liggur ekki fyrir.

Þyrla Landhelgisgæslunnar

 

UMMÆLI

Sambíó