Prenthaus

Lillý Rut efnilegasti leikmaður úrvalsdeildar

Lillý Rut Hlynsdóttir var í dag útnefnd efnilegasti leikmaður Pepsi deildar kvenna í knattspyrnu árið 2016. Lillý fékk afhenda viðurkenningu að loknum leik ÍBV og Þórs/KA í lokaumferð deildarinnar sem lauk nú rétt í þessu.

Iceland v Russia – UEFA Women Under-19 Championship Elite Roun

Lillý Rut Hlynsdóttir

Þessi 19 ára gamla Akureyrarmær hefur verið í algjöru lykilhlutverki í leik Þórs/KA í sumar og leikið alla 18 leiki liðsins.

Þór/KA lauk keppni í 4.sæti Pepsi deildarinnar en liðið hefur verið í fremstu röð kvennaknattspyrnunnar undanfarinn áratug.

Þó Lillý sé ung að árum er hún einn af reynslumeiri leikmönnum liðsins en hún hefur leikið 90 leiki í deild og bikar fyrir Þór/KA auk þess að eiga 34 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

UMMÆLI

Sambíó