Lionsklúbburinn Hængur styrkir Grófina

Lionsklúbburinn Hængur styrkir Grófina

Lionsklúbburinn Hængur hefur styrkt Unghugahóp Grófarinnar Geðverndarmiðstöðvar um 850 þúsund krónur. Upphæðin er afrakstur af herrakvöldi Lions klúbbsins.

Starfsemi Grófarinnar er byggð á hugmyndafræði valdeflingar, batanálgunar og jafningjasamskipta og er markmið Grófarinnar m.a. að skapa tækifæri fyrir þá sem glíma við geðraskanir til að vinna í sínum bata, þar sem hver og einn tekur ábyrgð á sjálfum sér. Í Grófinni er aðgengi opið og gjaldfrjálst, fólk er velkomið, hvort heldur sem er í óformlegt spjall, hópastarfið, námskeið og mannfagnaði.

Markmið Unghuga er að skapa vinalegt umhverfi fyrir einstaklinga sem glíma við geðræn vandamál og / eða félagslega einangrun, þar sem þeir geta unnið í sínum vandamálum og rofið félagslega einangrun í gegnum fundi og aðra viðburði.

Valdís Eyja Pálsdóttir, forstöðumaður Grófarinnar, segir á Vikudegi.is að fénu verði varið til að breyta núverandi hráu geymslurými í vistlega félagsaðstöðu fyrir unghuga Grófarinnar. Stefnt sé að því að mála veggi, leggja gólfefni, fjölga rafmagnstenglum og bæta lýsingu.

UMMÆLI

Sambíó