Listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni í Listasafninu á Akureyri 

Listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni í Listasafninu á Akureyri 

Laugardaginn 20. apríl kl. 15 verður listamannaspjall með Gunnari Kr. Jónassyni um verk hans á samsýningunni Sköpun bernskunnar, sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Stjórnandi er Heiða Björk Vilhjálmsdóttir, sýningarstjóri. Aðrir þátttakendur sýningarinnar eru Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og nemendur úr leikskólanum Naustatjörn og grunnskólunum Glerárskóla og Naustaskóla.

Gunnar Kr. Jónasson býr og starfar á Akureyri. Hann hefur lengi unnið að myndlist, framan af meðfram öðrum störfum og atvinnurekstri. Gunnar vinnur jöfnum höndum í málverki, teikningum og þrívíðum verkum. Á sýningunni tengir hann við þema hennar, hringir, með vísunum í hringsól risaskepna úthafsins, jörðina, óveður, hvirfilbyl og storma, eldgos, tíma, sól og skugga.

Þetta er ellefta sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp sem hluti af safnfræðslu, með það markmið að gera sýnilegt og örva skapandi starf barna á aldrinum fimm til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru skólabörn og starfandi myndlistarfólk. 


UMMÆLI

Sambíó