Listasafnið hættir rekstri á kaffihúsi

Listasafnið hættir rekstri á kaffihúsi

Listasafnið á Akureyri mun ekki halda áfram með rekstur á kaffihúsi í safninu. Nýir rekstraraðilar munu að óbreyttu taka við rekstrinum í lok janúar á næsta ári. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Listasafnið hefur séð um rekstur á kaffihúsinu síðan í vor en nú hafa nýir rekstraraðilar fundist. Hlynur Hallson, safnstjóri, segir áfangann gleðiefni.

Hallur staðfesti í samtali við fréttastofu RÚV að það væri verið að semja við nýja rekstraraðila en vildi ekki segja mikið meira. Skrifað yrði undir samninga næsta miðvikudag.

Rekstur kaffihússins hefur ekki gengið sem skyldi hingað til en fyrstu rekstraraðilar kaffihússins hættu innan við ári eftir að þeir tóku við. Listasafnið hefur síðan þá rekið kaffihúsið með tapi upp á rúmar 2,3 milljónir króna auk tapaðra leigutekna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó