Prenthaus

Lítið um verkefni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra á meðan versta veðrið gekk yfir

Lítið um verkefni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra á meðan versta veðrið gekk yfir

Veðrið á Akureyri og í nágrenni er mun skaplegra í dag en aðvaranir Veðurstofu Íslands og Almannavarna höfðu gert ráð fyrir. Nú er farið að rofa aftur til í samfélaginu og versta veðrið gengið niður að mestu leyti.

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að lítið hafi verið um verkefni á meðan versti veðurkaflinn gekk yfir.

„Viljum við þakka öllum fyrir að hafa fylgt eftir þeim tilmælum sem gefin voru í gær um að setja hlutina í hægagang framan af degi. Nú eru helstu innviðir komnir af stað aftur og færð almennt góð í þéttbýliskjörnum,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Þjóðvegir í umdæminu eru hinsvegar enn allir ófærir og sumir lokaðir. Þá féll snjófljóð á Grenivíkurveg og er hann lokaður meðal annars af þeim sökum. Áfram er óvissustig vegna snjóflóðahættu á Mið-Norðurlandi. Vænta má éljagangs áfram í dag og þá mun talsverður úrkomubakki ganga yfir næstu nótt úr suðvestri.

„Þurfum við þá áfram að fylgjast vel með, þá sérstaklega með tilliti til snjóflóðahættu.Þá má geta þess að nú í hádeginu aflýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjóra landsins, því hættustigi sem sett hafði verið á um miðnætti vegna óveðurs á landinu öllu,“ segir í tilkynningu lögreglu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó