Prenthaus

Litla Hryllingsbúðin í Samkomuhúsinu

litlahryllLeikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri setur upp hið margfræga verk, Litlu Hryllingsbúðina, í Samkomuhúsinu á Akureyri í október. Litla Hryllingsbúðin segir frá seinheppna munaðarleysingjanum Baldri sem vinnur í blómabúð hjá manninum sem tók hann í fóstur. Sá heitir Músnikk og gerir honum lífið leitt. Í búðinni vinnur einnig Auður sem Baldur er bálskotinn í. Viðskiptin ganga illa þar til dularfull planta verður á vegi þeirra og laðar að sífellt fleiri viðskiptavini. Plantan er þó engin venjuleg planta en Baldur verður sífellt
vinsælli vegna hennar sem vindur upp á sig með skelfilegum afleiðingum.

Leikstjóri er Birna Pétursdóttir, Hera Björk er raddþjálfi og Friðrik Ómar tónlistarstjóri. Sýningarnar verða þann 21 og 22 október næstkomandi, báðar kl. 20.00. Sýningin er sú stærsta sem leikfélag VMA hefur sett upp í langan tíma og koma um 40 manns að verkinu með einum eða öðrum hætti. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á Tix.is

UMMÆLI

Sambíó