NTC

Ljósgjafinn gaf VMA veglega gjöf

Fulltrúar Ljósgjafans og VMA. Mynd og frétt: VMA.is

Síðastliðinn miðvikudag afhenti rafiðnaðarfyrirtækið Ljósgjafinn ehf. á Akureyri rafiðnaðardeild VMA góða gjöf sem mun koma sér afar vel við kennslu í deildinni. Frá þessu er greint á heimasíðu VMA. Um er að ræða handverkfæri af ýmsum toga sem nýtast í öllum kennslustofum deildarinnar. Ljósgjafinn hefur reynst rafiðnaðardeild afar vel á undanförnum árum og fært henni að gjöf ýmsan búnað sem deildin þarf á að halda við kennslu.

Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA lét þess getið í samtali við VMA.is að það væri ómetanlegt fyrir skólann að eiga að svo góðan bakhjarl sem Ljósgjafann og hún lýsti miklu þakklæti til fyrirtækisins fyrir sýndan hlýhug. Gjöf Ljósgjafans sé til marks um mikilvægi góðs samstarfs skólans og atvinnulífsins.

VG

UMMÆLI

Sambíó