Lóan er komin

Lóa. Mynd af vef fuglaathugunarstöðvar Suðausturlands

Fuglaathugunarstöð Suðausturlands greinir frá því á Facebook síðu sinni í dag að lóan sé komin til landsins.

Fjórar heiðlóur sáust á flugi við Einarslund á Höfn í morgun og eru það fyrstu lóurnar sem fréttist af þetta vorið en í færslu fuglaathugunarstöðvarinnar segir einnig að óvenjumargar heiðlóur hafi haft vetursetu á suðvestanverðu landinu í ár.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó