Lögregla óskar eftir vitnum vegna slagsmála

Lögregla óskar eftir vitnum vegna slagsmála

Lögreglan á Akureyri hefur óskað eftir vitnum eða upplýsingum vegna atviks sem átti sér stað á bílastæði við Hofsbót sunnan við BSO á Akureyri um klukkan 15:30 í dag, mánudag.

Samkvæmt upplýsingum lögreglu virtust tveir aðilar hafa átt í átökum og veist að þriðja aðila sem kom að þeim. Vitað er að nokkur vitni voru að atvikinu en lögregla hefur ekki náð til allra.

Þau sem telja sig hafa upplýsingar um málið og hafa ekki þegar haft samband við lögreglu er bent á að hafa samband við lögregluna á Akureyri, með skilaboðum á Facebook eða þá í gegnum 112.

Sambíó

UMMÆLI