Lögregla varar við hálku á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi í morgun frá sér tilkynningu og biðlaði til bæjabúa að aka varlega. Í tilkynningu segir að tvö minniháttar umferðaróhöpp hafi orðið innanbæjar í morgun að stóru hluta til vegna hálku.

Víða er mjög hált í bænum og harðpressaður snjór á götum. Lögreglan biður fólk að miða akstur við aðstæður og minnir á að hreinsa snjó af rúðum og ljósum bifreiða.

 

Sambíó

UMMÆLI