Lögreglan á Akureyri biðlar til íþróttafélaga að fella niður æfingar yngri flokka

Lögreglan á Akureyri biðlar til íþróttafélaga að fella niður æfingar yngri flokka

Lögreglan á Akureyri hefur ákveðið að beina þeim tilmælum til íþróttafélaga í bænum að stöðva allar íþróttaæfingar barna á Akureyri um óákveðinn tíma.

Íþróttafélög bæjarins taka svo hvert um sig ákvörðun um hvernig bregðast eigi við tilmælunum en foreldrar barna hjá einhverjum íþróttafélögum í bænum hafa þegar fengið póst um að æfingar falli niður.

Aðalstjórn íþróttafélagsins Þórs á Akureyri hefur til dæmis tekið þá ákvörðun að ekki verði æft í yngri flokkum félagsins eitthvað fram í næstu viku.

Sambíó

UMMÆLI