Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við svikahröppum

Lögreglan á Norðurlandi eystra varar við svikahröppum

Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði í dag við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun.

Lögreglunni barst ábending um grunsamlega hátterni þar sem talið er að verið sé að reyna svíkja fé út úr fólki.

Mennirnir þykjast vera verktakar og segjast eiga afgangs malbik. Þeir bjóða fólki að malbika innkeyrslur og plön gegn hagstæðu gjaldi.

„Við viljum beina því til ykkar að ef þið fáið slík tilboð að hafa varann á og gá að því að það sé ekki verið að svíkja ykkur. Við tökum fram að enn hefur ekki orðið vart við þessa ,,verktaka“ á Norðurlandi en vildum gjarnan fá að vita af því ef fólk fær tilboð af þessu tagi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó