Lögreglan gómaði grís í HagahverfiLjósmynd: Lögreglan á Norðurlandi Eystra

Lögreglan gómaði grís í Hagahverfi

Klukkan hálf fimm í gær kom heldur betur óvenjuleg uppfærsla inn á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi Eystra. Þar stóð:

Grís í óskilum. Þau eru ýmis verkefnin sem koma inn á borð lögreglunnar. Nú eru lögreglumenn á Akureyri á leið í Hagahverfi, þar sem tilkynnt var um grís á ráfi inni í garði.
Þeir sem hafa upplýsingar um hver mögulegur eigandi dýrsins gæti verið eru beðnir um að hafa samband við viðkomandi og við lögregluna – gegnum síma 112.

Rúmlega hálfri klukkustund seinna var færslan uppfærð og tekið fram að eigandi gríssins væri fundinn. Færslan vakti mikla lukku meðal netverja, enda aldeilis óhefðbundin lögreglutilkynning.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó