Lögreglan hefur áhyggjur af þróun AK Extreme

AK Extreme fór fram á Akureyri um helgina

Snjóbretta- og tónlistarhátíðin AK Extreme fór fram á Akureyri um síðastliðna helgi og er óhætt að segja að mikið hafi verið um dýrðir. Þá var einnig mikill erill hjá lögreglu í tengslum við hátíðina og hefur lögreglan áhyggjur af þróuninni. Frá þessu er greint á Vísi í dag.

Sjá einnig: 118 verkefni á borð lögreglu um helgina

„Við höfum séð ákveðna þróun í neikvæða átt varðandi þessa hátíð. Meiri áhersla er lögð á skemmtanahald og næturlíf og því fylgir meiri erill fyrir okkur,“ segir Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri í samtali við Vísi. Sjá hér.

„Við höfum svo sem ekkert á móti þessari helgi og hún á sannarlega rétt á sér. Hins vegar mætti fækka þessum málum sem inn á okkar borð koma,“ segir Daníel ennfremur.

Hátíðin var fyrst haldin árið 2002 og hefur stækkað í umfangi á hverju ári síðan þá. Talið er að um 8000 áhorfendur hafi verið samankomnir í Gilinu þegar hátíðin náði hámarki með gámastökkinu sem er fyrir löngu orðið landsfrægt.

Sjá einnig

8000 manns fylgdust með gámastökkinu í Gilinu

Sambíó

UMMÆLI