Prenthaus

Lögreglan óskar eftir vitnum að árekstri á Akureyri

Lögreglan óskar eftir vitnum að árekstri á Akureyri

Í gærkvöldi varð umferðarslys á gatnamótum Glerárgötu, Tryggvabrautar og Borgarbrautar á Akureyri. Tvær bifreiðar rákust saman og voru ökumenn og einn farþegi fluttir með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri.

Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að bifreiðarnar voru óökufærar eftir slysið og voru fluttar á brott með björgunarbifreið.

Upplýsingar um alvarleika meiðsla liggur ekki fyrir en annar ökumannanna mun hafa hlotið höfuðhögg við áreksturinn.
Umferð um gatnamót þessi er stýrt með umferðarljósum. 

Lögreglan óskar eftir því að vitni að árekstrinum hafi samband í síma 444 2800.

UMMÆLI

Sambíó